Kórinn Dagur Örn Fjeldsted og Alex Þór Hauksson eigast við í Kórnum.
Kórinn Dagur Örn Fjeldsted og Alex Þór Hauksson eigast við í Kórnum. — Morgunblaðið/Eggert

HK hefur verið sektað um 250.000 krónur vegna framkvæmdar félagsins í kringum leik HK og KR í 17. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu sem fram fór hinn 22. ágúst í Kórnum í Kópvogi. Þetta kom fram á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í vikunni. Til stóð að leikurinn færi fram fimmtudaginn 8. ágúst en fresta þurfti honum vegna brotins marks í Kórnum. Upphaflega var leiknum, sem HK vann 3:2, frestað um sólarhring.