Samkomulag Ritað var undir kaupsamning fyrir nýtt Bókasafn Hafnarfjarðar í verslunarmiðstöðinni Firði í gær.
Samkomulag Ritað var undir kaupsamning fyrir nýtt Bókasafn Hafnarfjarðar í verslunarmiðstöðinni Firði í gær. — Morgunblaðið/Eyþór

Hafnarfjarðarbær hefur gengið frá kaupum á nýju húsnæði fyrir Bókasafn Hafnarfjarðar í verslunarmiðstöðinni Firði. Var samkomulag þess efnis undirritað í Firði síðdegis í gær. Bæjarstjórnin samþykkti kaupin á fundi sínum fyrr í sumar af félaginu 220 Firði. Kaupverð er um 1,1 milljarður króna.

Félagið er að stækka verslunarmiðstöðina með níu þúsund fermetra byggingu. Alls verður húsnæðið þá um 21 þúsund fermetrar. Ásamt nýju bókasafni verða þarna 18 hótelíbúðir, 31 lúxusíbúð, verslunarrými og 1.200 fermetra bílakjallari.

Stefnt er að því að afhenda bókasafninu húsnæðið snemma árs 2026 en safnið hefur verið til húsa í Strandgötu 1.

Næðisrými og upplifun

Laga á bókasafnið, sem á sér 102 ára sögu, að breyttum kröfum og þörfum í samfélaginu. Á safninu

...