Listasafn Akureyrar Er þetta norður? ★★★★½ Sýnendur: Anders Sunna, Dunya Zakna, Gunnar Jónsson, Inuuteq Storch, Máret Ánne Sara, Marja Helander, Maureen Gruben og Nicholas Galanin. Sýningarstjórn: Daría Sól Andrews og Hlynur Hallsson. Sýningin stendur til 15. september og er opin frá þriðjudegi til sunnudags milli kl. 10-17.
Norður Til hægri er verk Anders Sunna, „Gefið okkur allt og við tökum afganginn líka“, akrýl á mdf-plötu en til vinstri eru fjórar myndir Máret Ánne Sara.
Norður Til hægri er verk Anders Sunna, „Gefið okkur allt og við tökum afganginn líka“, akrýl á mdf-plötu en til vinstri eru fjórar myndir Máret Ánne Sara.

Myndlist

Hlynur

Helgason

Í Listasafni Akureyrar stendur nú yfir metnaðarfull alþjóðleg sýning á verkum listamanna sem vinna með pólitískar og menningarlegar forsendur lífs á norðurslóðum. Þátttakendur nýta sér fjölbreytta miðla og skapa þannig mósaíkmynd fjölbreyttra aðstæðna fólks, sem byggist á sögu náttúrulegs mótlætis og margra alda nýlendukúgunar.

Anders Sunna er sænsk-samískur listamaður sem leggur sýningunni til eitt málverk, epískt í skala, sem vísar til pólitísks blekkingarleiks. Anders er þekktur fyrir sögumálverk sín þar sem kúgun Sama er honum hugleikið myndefni og verkið er prýðis vitnisburður um þessar áherslur.

Dunya Zakha, rússnesk-jakútísk listakona sem starfar í New York, á þrjú

...