Séra Kristján Arason hefur verið valinn til að gegna starfi sóknarprests í Breiðabólstaðarprestakalli í Fljótshlíð. Biskup Íslands hefur staðfest ráðninguna. Fimm umsóknir bárust. Breiðabólstaðarprestakall samanstendur af fimm sóknum:…
Kristján Arason
Kristján Arason

Séra Kristján Arason hefur verið valinn til að gegna starfi sóknarprests í Breiðabólstaðarprestakalli í Fljótshlíð. Biskup Íslands hefur staðfest ráðninguna. Fimm umsóknir bárust.

Breiðabólstaðarprestakall samanstendur af fimm sóknum: Stórólfshvolssókn sem er stærst, Breiðabólstaðarsókn, Hlíðarendasókn, Akureyjarsókn og Krosssókn. Heildarfjöldi íbúa er 1.824, þar af er 1.091 í þjóðkirkjunni.

Sr. Kristján Arason er fæddur 31. ágúst árið 1991 og ólst upp á bænum Helluvaði á Rangárvöllum. Foreldrar hans eru Anna María Kristjánsdóttir og Ari Árnason fyrrverandi bændur á Helluvaði. Hann er kvæntur Evu Sóleyju Þorkelsdóttur frá Mel á Mýrum. Þau eiga saman þrjú börn, Harald Heiki þriggja ára, Sóldísi Klöru sex ára og Birki Daða níu ára.

Kristján lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla

...