Nýlega fóru af stað á RÚV alveg dýrlega góðir þættir, Umhverfis jörðina á 80 dögum, og eru, eins og nafnið gefur til kynna, byggðir á samnefndri skáldsögu Jules Vernes. Það sem gerir þessa seríu svo góða sem raun ber vitni eru margir samverkandi þættir
Leonie Benesch Hér í hlutverki Abigail Fix.
Leonie Benesch Hér í hlutverki Abigail Fix.

Kristín Heiða Kristinsdóttir

Nýlega fóru af stað á RÚV alveg dýrlega góðir þættir, Umhverfis jörðina á 80 dögum, og eru, eins og nafnið gefur til kynna, byggðir á samnefndri skáldsögu Jules Vernes. Það sem gerir þessa seríu svo góða sem raun ber vitni eru margir samverkandi þættir. Fyrst ber að nefna að þeir eru gerðir af hinu breska veldi, BBC, og þar er nú ekki kastað til höndum eða sparaður aur í vönduðum vinnubrögðum. Valinn maður í hverju rúmi, bæði í leikarahópi og á öðrum sviðum. Kvikmyndataka, umhverfi og leikur; allt fullkomið. Þættir þessir eru auk þess fullkomin blanda af skemmtun, dramatík og spennu. Ég skellti oft upp úr, titraði af spennu og felldi líka tár. Ég bókstaflega elska svona sjónvarpsþætti sem vekja hjá mér vellíðan, eru ekki hlaðnir ógeðslegu ofbeldi, láta mér líða vel en eru einnig með hraða framvindu og snerta

...