Eimskip hefur sent út tilkynningu vegna stefnu Alcoa-Fjarðaáls.
Eimskip hefur sent út tilkynningu vegna stefnu Alcoa-Fjarðaáls. — Morgunblaðið/Rósa Braga

Alcoa-Fjarðaál hef­ur stefnt Eim­skip og Sam­skip­um vegna meints tjóns vegna sam­ráðs félaganna. Kraf­ist er rúm­lega þriggja millj­arða í skaðabæt­ur. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Eim­skip­.

„Með stefn­unni er kraf­ist skaðabóta að fjár­hæð 3.086.000.000 króna, auk drátt­ar­vaxta frá 24. maí 2024, óskipt úr hendi fé­lag­anna vegna meints tjóns stefn­anda af sak­ar­efni ákvörðunar Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins nr. 33/2023, sem laut að ár­un­um 2008-2013,“ seg­ir í til­kynn­ingu Eim­skips.

Fram kem­ur að fjár­krafa Alcoa byggist al­farið á minn­is­blaði ráðgjafar­fyr­ir­tæk­is­ins Ana­lytica sem inni­haldi svo­nefnt frummat. Eim­skip seg­ir að ráðgjafa­r­fyr­ir­tækið Hagrann­sókn­ir hafi yf­ir­farið um­rætt minn­is­blað og unnið skýrslu um efni þess.

„Niðurstaða þeirra er af­ger­andi um að van­kant­ar þess séu svo al­var­leg­ir að minn­is­blaðið sé í heild ónot­hæft sem mat á meintu tjóni,“ seg­ir í til­kynn­ingu Eim­skips,

...