Ákæruvald Helgi Magnús mætti í Dagmálasettið til þess að ræða um stöðu sína eftir að ríkissaksóknari bað dómsmálaráðherra að víkja honum.
Ákæruvald Helgi Magnús mætti í Dagmálasettið til þess að ræða um stöðu sína eftir að ríkissaksóknari bað dómsmálaráðherra að víkja honum. — Morgunblaðið/Hallur

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari kveðst þess fullviss að dómsmálaráðherra hafni beiðni ríkissaksóknara um að hann verði leystur frá störfum tímabundið.

Þetta kemur fram í nýjasta þætti Dagmála.

Eins og fram hefur komið hefur Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari óskað eftir því að Guðrún Hafsteinsdóttir leysi Helga tímabundið frá störfum vegna kæru Solaris-samtakanna á hendur honum.

„Ég hef fulla trú á því að Guðrún Hafsteinsdóttir hafni þessu bara, sendi þetta til föðurhúsanna. Ég mæti bara í vinnu og fer að vinna fyrir kaupinu mínu sem þið skattgreiðendur greiðið mér og sinni því af alúð og dugnaði eins og ég hef verið að reyna að gera hingað til,“ segir Helgi. „Ef það er eitthvert vandamál fyrir aðra – það er ekki vandamál fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur, hún hefur

...