Pavel Durov, stofnandi samskiptamiðilsins Telegram, var í gær dreginn fyrir rannsóknardómara í Parísarborg, sem fór yfir málatilbúnað franska ríkisins gegn honum. Durov var handtekinn á laugardaginn á Le Bourget-flugvellinum í París og var þá sagt…
Pavel Durov
Pavel Durov

Pavel Durov, stofnandi samskiptamiðilsins Telegram, var í gær dreginn fyrir rannsóknardómara í Parísarborg, sem fór yfir málatilbúnað franska ríkisins gegn honum.

Durov var handtekinn á laugardaginn á Le Bourget-flugvellinum í París og var þá sagt að handtakan væri vegna gruns um að Telegram hefði ekki gert nóg til þess að stemma stigu við ólöglegu efni á forritinu.

Frönsk stjórnvöld hafa sagt að brot miðilsins séu minnst tólf talsins, en að franskri löggjöf höfðu rannsakendur málsins fjóra daga til þess að yfirheyra Durov í varðhaldinu. Þurfti því að ákæra hann eða sleppa honum í gær.

Ekki var ljóst þegar Morgunblaðið fór í prentun hvort dómari málsins myndi ákæra Durov eða láta málið falla niður.