Þegar Helgi Björns var beðinn að semja lag fyrir kvikmynd sem gerist á Ísafirði var hann ekki lengi að taka boðinu en hann er sjálfur fæddur og uppalinn á Ísafirði. Hann samdi lagið Í faðmi fjallanna, í samstarfi við Þormóð Eiríksson, en lagið, sem…

Rósa Margrét Tryggvadóttir

rosa@mbl.is

Þegar Helgi Björns var beðinn að semja lag fyrir kvikmynd sem gerist á Ísafirði var hann ekki lengi að taka boðinu en hann er sjálfur fæddur og uppalinn á Ísafirði. Hann samdi lagið Í faðmi fjallanna, í samstarfi við Þormóð Eiríksson, en lagið, sem kom út í vikunni, er úr kvikmyndinni Ljósvíkingar sem verður frumsýnd í Reykjavík 3. september og á Ísafirði 5. september. Sjálfur fer Helgi með aukahlutverk í myndinni en hann leikur athafnamanninn Einar. Hann segir boðskapinn í myndinni góðan og nauðsynlegan.

„Þetta fjallar svolítið um vináttuna og kannski einsemd líka. Hvernig vináttan hjálpar til við einsemdina og fólk styður hvert við annað og finnur leiðir saman í gegnum hlutina. Það veitir ekkert af því,“ segir Helgi en myndin fjallar um æskuvini sem

...