Upplýsingaóreiða, áróður stjórnvalda og ritskoðun

Vesturlandabúar hafa gengið út frá því sem vísu undanfarnar aldir að þeir hafi málfrelsi; frelsi sem nær til tjáningar jafnt í ræðu og riti. Þar á meðal á netmiðlum, sem miklar vonir voru bundnar við að yrðu málfrelsinu mikil lyftistöng.

Það hefur um margt gengið eftir. Vefrit, blogg, félagsmiðlar og hlaðvörp hafa gert nær hverjum sem er kleift að láta rödd sína heyrast. Það á raunar ekki aðeins við um hinn frjálsa heim, því netbyltingin hefur líka borað sér leið inn í alræðisríkin, sem fyrir vikið eiga bágar með að einoka fréttaflutning og einangra andófsmenn.

Sumum þykir auðvitað nóg um alla þessa frjálsu tjáningu. Enginn mennskur máttur kemst yfir hana alla, menn geta lokast inni í bergmálshellum og áreiðanleikinn upp og ofan. Að ógleymdum skuggaböldrum af ýmsu tagi í skúmaskotum

...