Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra mun ásamt Ármanni bróður sínum leiða bókmenntagöngu í Reykjavík í næstu viku. Yfirskrift göngunnar er Bræður, systur og glæpir og verður hún þriðjudaginn 3
Katrín Jakobsdóttir
Katrín Jakobsdóttir

Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra mun ásamt Ármanni bróður sínum leiða bókmenntagöngu í Reykjavík í næstu viku. Yfirskrift göngunnar er Bræður, systur og glæpir og verður hún þriðjudaginn 3. september klukkan 20. Lagt er af stað frá Borgarbókasafninu í Grófinni, Tryggvagötu 15.

Í fréttatilkynningu frá safninu segir að þau Katrín og Ármann muni velta fyrir sér hversu mikilvægt borgarlandslagið sé fyrir sakamálasöguna og hvernig sögur mótist af staðarvalinu. Sem kunnugt er var Katrín sérfræðingur í sögu og þróun glæpasögunnar áður en hún helgaði sig stjórnmálunum. Ármann hefur sent frá sér fjölda glæpasagna.