Gísli Herjólfsson
Gísli Herjólfsson

„Það er erfið ákvörðun að grípa til þess­ara aðgerða en því miður nauðsyn­legt til þess að aðlaga um­fang fé­lags­ins að nú­ver­andi verk­efn­um og stuðla að sjálf­bær­um rekstri,“ segir Gísli Herjólfs­son, for­stjóri og einn stofn­enda Control­ant, en fyrirtækið sagði í gær upp 150 starfsmönnum. Uppsagnirnar ná yfir allar deildir og starfs­stöðvar í fimm lönd­um að því er kemur fram í tilkynningu. Í kjöl­farið munu 290 manns starfa hjá fé­lag­inu, lang­flest­ir á Íslandi.

„Control­ant leit­ast stöðugt við að aðlaga starf­semi fé­lags­ins að aðstæðum hverju sinni til þess að stuðla að sjálf­bær­um rekstri til framtíðar. Krefj­andi aðstæður á alþjóðamörkuðum og taf­ir í ný­fjár­fest­ing­um hafa markað rekstr­ar­um­hverfið und­an­far­in miss­eri. Control­ant þjón­ust­ar eft­ir­lits­skyld­an iðnað og hef­ur langt sölu- og inn­leiðing­ar­ferli einnig haft áhrif á verk­efna­stöðu,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu. „Í ljósi þessa

...