Einar Tómasson og Ísak Kári Kárason hjá Film in Iceland.
Einar Tómasson og Ísak Kári Kárason hjá Film in Iceland.

Film in Iceland hlaut verðlaun í flokknum Film Commission of the Year á Location Managers Guild-verðlaununum fyrr í vikunni. Film in Iceland er hluti af ­Íslandsstofu og hefur það hlutverk að kynna Ísland sem góðan kost til kvikmyndaframleiðslu.

Á Facebook-síðu Film in Iceland er HBO og TrueNorth, leikaraliði og aðstandendum True Detective: Night Country þakkað sérstaklega. „Íslenska teymið skilaði framúrskarandi verki eins og alltaf.“ Í póstinum er einnig vakin athygli á tilnefningu þáttaraðarinnar True Detective: Night Country, í flokki bestu staðsetningar. „Viðvera Íslands á verðlaununum varpar ljósi á ómælda möguleika kvikmyndatöku á Íslandi.“