Eiga örfáir sem vilja búa í frístundahúsum að hafa valdið til að ráða skipulagi sveitarfélagsins? Er það stjórnsýsla sem almenningur sættir sig við?

Ása Valdís Árnadóttir, Björn Kristinn Pálmarsson, Dagný Davíðsdóttir, Smári Bergmann Kolbeinsson og Ragnheiður Eggertsdóttir

Búseta í dreifbýli hefur sína kosti og galla, nálægðin við náttúruna er stórt aðdráttarafl en á sama tíma getur verið aðeins lengra í ákveðna þjónustu. Hvert sveitarfélag gegnir ákveðnum skyldum gagnvart íbúum þess. Skipuleggja þarf alla þjónustu fyrir íbúa eins og heimahjúkrun, skólahald, sorphirðu, snjómokstur, verslun og þjónustu, félagsþjónustu, gatnagerð, skólaakstur og rekstur grunn- og leikskóla svo fátt eitt sé nefnt.

Í því skyni að allt gangi vel fyrir sig er nauðsynlegt að skipuleggja byggð vel. Hvar býr fólk? Hvar er iðnaður? Hvar þarf að huga að vatnsvernd? Hvernig skal samgöngum háttað? Til að halda utan um alla slíka þætti og ótal fleiri og í samræmi við skipulagslög er því hvert svæði innan sveitarfélags

...