Gervigreindin verður ósýnileg, ómissandi og ómetanleg. Án hennar verður tilvistin jafn fráleit og okkur þætti að lifa og starfa í dag án rafmagns.
Árni Sigurðsson
Árni Sigurðsson

Árni Sigurðsson

Næstu 1.000 dagar marka flugbraut sem mannkyn þeysist nú eftir á ógnarhraða. Við bláendann bíður mikilvægasta flugtak sögunnar; sköpun alhliða gervigreindar (AGI – Artificial General Intelligence). Þetta gæti orðið síðasta uppgötvunin sem mannkyni verður nauðsynleg. Með „síðustu uppfinningu“ er átt við að þegar hún er tilbúin mun hún geta endurbætt sig sjálfvirkt og stöðugt, allan sólarhringinn, alla daga, allt árið um kring. Hún er í augsýn og gæti verið tilbúin síðla árs 2027. Mikilvægi þess augnabliks verður óumdeilanlegt.

Bylting í hagræðingu

Þótt þreföldun á reiknigetu hefðbundinna tölva á næstu 1.000 dögum sé í kortunum og kunni ekki að virðast byltingarkennd í sjálfu sér, þá liggur hinn raunverulegi vendipunktur í því hvernig sérfræðingar í þróun gervigreindar nýta þessa auknu getu

...