Vilborg Guðrún Kristjánsdóttir fæddist 29. mars 1930. Hún lést 17. ágúst 2024. Útför fór fram 28. ágúst 2024.

Fallin er frá kær frænka okkar, Vilborg Kristjánsdóttir, og með henni kveður mikilvægur hluti af föðurfjölskyldu okkar. Pabbi og Vilborg voru systrabörn og kannski nánari en mörg frændsystkin þar sem þau bjuggu í sama húsi á Sólvallagötu. Sambandið við Vilborgu styrktist enn frekar þegar móðir okkar kom til sögunnar en vinskapur þeirra var náinn og hélst allt þar til móðir okkar lést.

Minningar okkar systkina eru mismunandi og mótast af aldri okkar og aðstæðum: Tómasarhaginn, Melabrautin, Friendslane USA og Eiðismýrin. Hlátur, grátur, umhyggja og hlýja. Samtöl, trúnó, viska, ráðleggingar og innsýn í ótrúlegan reynslubanka. Söngur, gleði, jólaboðin, veislurnar, kokteilar og kræsingar – allt þetta tengist elsku frænku

...