Ljóðabókin Til þeirra sem málið varðar eftir Einar Má Guðmundsson kom út fyrir rétt tæpum fimm árum. Á kápu lýsti útgefandi bókinni sem „ástríðufullu ávarpi til samtíðarinnar“, en í viðtali hér í blaðinu á sínum tíma varpaði Einar fram…
Spámaður Einar Már Guðmundsson hefur fengið mjög góða dóma í Danmörku fyrir skáldverk sín.
Spámaður Einar Már Guðmundsson hefur fengið mjög góða dóma í Danmörku fyrir skáldverk sín. — Morgunblaðið/María Matthíasdóttir

Ljóðabókin Til þeirra sem málið varðar eftir Einar Má Guðmundsson kom út fyrir rétt tæpum fimm árum. Á kápu lýsti útgefandi bókinni sem „ástríðufullu ávarpi til samtíðarinnar“, en í viðtali hér í blaðinu á sínum tíma varpaði Einar fram þeirri tilgátu að ljóðið, því bókin er eitt samfellt ljóð, væri „einhvers konar leit að fótfestu í tímanum og hugleiðing um það hvar við stöndum“. Á morgun hefur Einar tónleika- og ljóðaferð um landið með dönskum djasskvartett og mun þá einmitt lesa ljóð úr bókinni við djassundirleik.
Í viðtali í Dagmálum, þar sem meðal annars eru til umræðu einkar lofsamlegar danskar umsagnir um bækur Einars sem gerast í þeim tilbúna bæ Tangavík á átjándu öld, á tímum Upplýsingarinnar: Skáldlega afbrotafræði (2021) og Því dæmist rétt vera (2023), kemur sagnalistin mjög við sögu og Einar varpar fram þeirri kenningu sinni að skáldskapur, ljóð og tónlist séu eitt og

...