Ársverðbólgan lækkar í ágúst í 6,0% úr 6,3%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. Um meiri lækkun á ársverðbólgunni er að ræða en greinendur gerðu ráð fyrir. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,09% í ágúst
Verðbólga Húsnæðisliðurinn hækkaði meira en greinendur höfðu gert ráð fyrir.
Verðbólga Húsnæðisliðurinn hækkaði meira en greinendur höfðu gert ráð fyrir. — Morgunblaðið/Eggert

Magdalena Anna Torfadóttir

magdalena@mbl.is

Ársverðbólgan lækkar í ágúst í 6,0% úr 6,3%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. Um meiri lækkun á ársverðbólgunni er að ræða en greinendur gerðu ráð fyrir. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,09% í ágúst.

Einskiptisliðir höfðu mikil áhrif á mælinguna, en veigamiklir undirliðir hækkuðu meira en spár greinenda höfðu gert ráð fyrir. Húsnæðisliðurinn vegur þar þyngst, líkt og hann hefur gert á undanförnum misserum.

...