Breiðamerkurjökull Mikill mannafli var kallaður út síðasta sunnudag.
Breiðamerkurjökull Mikill mannafli var kallaður út síðasta sunnudag. — Ljósmynd/Landsbjörg

Forsvarsmenn Ice Pic Journeys gáfu í gær út yfirlýsingu vegna banaslyss sem varð í ferð á vegum fyrirtækisins á Breiðamerkurjökli á sunnudag. Er þetta í fyrsta skipti sem forsvarsmenn fyrirtækisins tjá sig eftir slysið en Morgunblaðið og mbl.is hafa ítrekað reynt að ná af þeim tali á síðustu dögum.

Í yfirlýsingunni segjast þeir harma slysið og að hugur þeirra sé nú hjá aðstandendum þess er lést og öllum þeim sem lentu í slysinu. Tekið er fram í yfirlýsingunni að fyrirtækið muni nú veita starfsfólki sínu stuðning til að takast á við áfallið. Auk þess muni fyrirtækið vinna náið með lögreglu að rannsókn málsins. Þá ætlar fyrirtækið ekki að tjá sig frekar uns rannsókn er lokið.

Greint hefur verið frá að starfshópur hafi verið skipaður af ríkisstjórninni sem mun fara yfir öryggismál í jöklaferðum og m.a. rannsaka hvað fór úrskeiðis

...