Sjávarútvegur Loðnubrestur hefur veruleg áhrif á afkomu.
Sjávarútvegur Loðnubrestur hefur veruleg áhrif á afkomu. — Morgunblaðið/Börkur Kjartansson

Hagnaður Brims og Síldarvinnslunnar dróst verulega saman á milli ára fyrri helmingi þessa árs. Loðnubresturinn á liðnum vetri litar uppgjör beggja sjávarútvegsfyrirtækjanna allverulega eins og sést á árshlutauppgjörum þeirra sem birt voru í gær.

Þannig hefur hagnaður Brims dregist saman um tæpar 24 milljónir evra (um 3,6 ma. kr. á núverandi gengi) og hagnaður Síldarvinnslunnar um tæpar 33,5 milljónir evra (5,1 ma. kr.).

Tekjur Brims námu á fyrri helmingi ársins um 174,2 milljónum evra og hafa dregist saman um 48 milljónir evra á milli ára. Þá námu tekjur Síldarvinnslunnar 141,7 milljónum evra og drógust saman um rúmar 69 milljónir evra á milli ára.

Í uppgjörstilkynningum í gær fjalla þeir Gunnþór B. Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar og Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims báðir

...