Blús Frá blúshátíðinni á Patreksfirði árið 2022, syngjandi sveifla.
Blús Frá blúshátíðinni á Patreksfirði árið 2022, syngjandi sveifla. — Morgunblaðið/Guðlaugur J. Albertsson

Áhugafólk um blús streymir vestur á Patreksfjörð, en þar hefst í Samkomuhúsinu í kvöld árleg blúshátíð er nefnist Blús milli fjalls og fjöru. Er þetta í þrettánda sinn sem hátíðin er haldin og hún fer einnig fram á morgun og annað kvöld.

Í tilkynningu frá hátíðarhöldurum segir m.a. að á dagskránni verði dægurlaga- og rokktónlist í bland við blúsinn, sem skipi stóran sess í hjörtum Vestfirðinga sem og annarra landsmanna.

Meðal þeirra hljómsveita sem troða upp eru Bjartmar og Bergrisarnir, sem munu leika öll sín helstu lög og fleiri til. Í kvöld leikur einnig hljómsveitin Litli matjurtagarðurinn, sem hefur m.a. sérhæft sig í lögum Jimi Hendrix. Þar um borð eru valinkunnir reynsluboltar, eins og það er orðað.

Annað kvöld stígur á svið rokkhljómsveitin Rock Paper Sisters með Dalvíkinginn Eyþór Inga Gunnlaugsson í fararbroddi.

The Vintage Caravan lýkur svo blúshátíðinni í ár „með þrumurokki og hávaða sem er ekki fyrir viðkvæma,“ segir

...