Takturinn í lífi ljósvaka dagsins ruglaðist nú í sumar þegar RÚV færði kvöldfréttatíma sjónvarpsins til í dagskránni vegna stórra íþróttaviðburða. Þetta kom svo sem ekki að sök; alltaf má pikka fréttirnar upp á netinu og horfa á eða hlusta þegar góður tími gefst
RÚV Fréttir án málalenginga og mass.
RÚV Fréttir án málalenginga og mass. — Morgunblaðið/Eggert

Sigurður Bogi Sævarsson

Takturinn í lífi ljósvaka dagsins ruglaðist nú í sumar þegar RÚV færði kvöldfréttatíma sjónvarpsins til í dagskránni vegna stórra íþróttaviðburða. Þetta kom svo sem ekki að sök; alltaf má pikka fréttirnar upp á netinu og horfa á eða hlusta þegar góður tími gefst. Eigi að síður er ansi ríkt í lífi þjóðar að miða lífið við að kvöldfréttirnar í Efstaleiti séu klukkan sjö og seinni skammturinn svo klukkan tíu. Á tímum upplýsingaóreiðu, sem svo er kallað, er mikilvægt að rugla ekki úr hófi með fasta liði eins og fréttatímann. Vonandi verður þetta ekki endurtekið.

Börnin í lífi ljósvakans, lítil frændsystkin sem eru 9 og 12 ára, alast upp í því umhverfi að þar horfir fjölskyldan gjarnan saman á fréttatímann. Þetta er til fyrirmyndar. Spurningar vakna og svör fást, til dæmis um Grindavíkurgos eða stríðsrekstur úti í hinum stóra heimi. Í sumar voru þessi börn líka alveg með

...