Hvítur á leik.
Hvítur á leik.

1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 Be7 5. Bf4 c5 6. dxc5 Bxc5 7. e3 Rc6 8. Dc2 0-0 9. Hd1 Da5 10. Be2 dxc4 11. Bxc4 a6 12. 0-0 Be7 13. Re4 Rb4 14. Rxf6+ gxf6 15. De2 Dh5 16. Bd6 Rc6 17. Bxe7 Rxe7 18. Dd2 Kh8 19. Be2 Hg8 20. g3 Rg6 21. Dd6 b5 22. Dc7 e5 23. Dxf7 Hf8

Staðan kom upp á georgíska meistaramótinu sem fram fór í höfuðborginni, Tiblisi, í febrúar síðastliðnum. Stórmeistarinn Mikheil Mchedlishvili (2.569) hafði hvítt gegn Nikoloz Tsomaia (2.231). 24. Hd8! Bg4 25. Hxa8 Hxa8 26. Dxf6+ Kg8 27. Bd1! h6 28. Bb3+ Kh7 29. Hc1 og svartur gafst upp. Á morgun, 31. ágúst, lýkur EM ungmenna í skák í tékknesku höfuðborginni Prag. Á mótinu taka 23 íslenskir keppendur þátt en teflt er í aldursflokkunum u8, u10, u12, u14, u16 og u18. Einn liðsstjórana, Ingvar Þór Jóhannesson, birtir daglega pistla á skak.is um mótið.