Heimsókn Bjarni fundaði með bæjarfulltrúum Fjallabyggðar í gær.
Heimsókn Bjarni fundaði með bæjarfulltrúum Fjallabyggðar í gær.

„Ég tel sterk rök fyrir því að flýta þessari rannsóknarvinnu og vænti þess að í samvinnu við innviðaráðherra verði hægt að bregðast vel við þeirri beiðni á næstu dögum.“ Þetta segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra um rannsóknir vegna fyrirhugaðra Fljótaganga. Ráðherrann gerði sér ferð til Siglufjarðar í gær og virti fyrir sér ástand Siglufjarðarvegar eftir hamfarir sem hafa orðið þar síðustu daga. Vegna úrhellisrigningar féll talsvert af grjót- og aurskriðum yfir veginn og var honum tímabundið lokað. Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur kallað eftir að undirbúningsvinna við jarðgöng verði flýtt fyrir. » 4