Jónas Aðalsteinn Aðalsteinsson fæddist 25. maí 1934. Hann lést 16. ágúst 2024. Útför fór fram 28. ágúst 2024.

Jónas A. Aðalsteinsson var brosmilt ljúfmenni og afar snjall lögfræðingur. Mín fyrstu kynni af honum voru, þegar hann bauð mér mál, sem hann var með á sinni könnu, sem prófmál fyrir hæstarétti. Ég tók því og þar með kom hann mér í þá vegferð. Fyrir það var ég honum ævinlega þakklátur. Ég sendi honum prófræðu mína til yfirlestrar og fékk til baka einkunnina u.g. plús. Mér þótti vænt um það. Síðar urðu kynni okkar Jónasar nánari, en hann var lögmaður Spalar frá upphafi og til loka. Var hann afar ráðhollur í allri þeirri vegferð. Verður seint ofmetinn þáttur hans í því, að þetta verkefni náði fram að ganga, þrátt fyrir andstreymi bæði hérlendis og erlendis. Eftirtektarvert var, að ávallt hélt prúðmennið Jónas ró sinni og yfirvegun á hverju sem gekk. Jónas A. Aðalsteinsson hrl., u.g.

...