Ítalski knattspyrnumaðurinn Federico Chiesa er genginn til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool. Chiesa, sem er 26 ára gamall, skrifað undir fjögurra ára samning á Anfield en Liverpool borgaði Juventus rúmlega 10 milljónir punda fyrir sóknarmanninn.

Harpa María Friðgeirsdóttir hefur yfirgefið kvennalið Fram í handbolta en hún heldur til náms í Danmörku í haust. Harpa mun leika fyrir Ringsted í dönsku 1. deildinni á komandi keppnistímabili. Hornamaðurinn skoraði 77 mörk fyrir Fram á síðustu leiktíð.

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir skoraði tvívegis fyrir Nordsjælland þegar liðið tyllti sér á toppinn í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með sigri gegn Bröndby, 3:2, í Nordsjælland í gær. Emilía kom Nordsjælland í 2:0 en hún lék fyrstu 70 mínútur leiksins. Hafrún Rakel Halldórsdóttir var

...