Pavel Durov, stofnandi samskiptaforritsins Telegram, var formlega ákærður í fyrrakvöld í París vegna gruns um að miðillinn hafi brotið gegn frönskum lögum varðandi ólöglegt efni á samfélagsmiðlum. Rannsóknardómari málsins ákvað sömuleiðis að Durov…
Telegram Samskiptaforritið er mjög vinsælt og hefur mál Durovs því vakið athygli víða um veröld.
Telegram Samskiptaforritið er mjög vinsælt og hefur mál Durovs því vakið athygli víða um veröld. — AFP/Lionel Bonaventure

Pavel Durov, stofnandi samskiptaforritsins Telegram, var formlega ákærður í fyrrakvöld í París vegna gruns um að miðillinn hafi brotið gegn frönskum lögum varðandi ólöglegt efni á samfélagsmiðlum.

Rannsóknardómari málsins ákvað sömuleiðis að Durov yrði látinn laus gegn tryggingu upp á fimm milljónir evra, eða sem nemur rúmum 764 milljónum íslenskra króna. Durov þarf að fara tvisvar sinnum í viku á franska lögreglustöð og er honum jafnframt óheimilt að yfirgefa franska grund.

Durov og Telegram hafa neitað allri sök í málinu. Lögmaður Durovs, David-Olivier Kaminski, sagði að það væri „fáránlegt“ að segja að Durov hefði átt þátt í nokkru ólöglegu athæfi sem tengdist forritinu og bætti við að Telegram hefði fylgt öllum lögum og reglum Evrópusambandsins um efni á stafrænum

...