Endurkoma Dagný Brynjarsdóttir sneri aftur á völlinn í gærmorgun.
Endurkoma Dagný Brynjarsdóttir sneri aftur á völlinn í gærmorgun. — Morgunblaðið/Eggert

Dagný Brynjarsdóttir sneri aftur á knattspyrnuvöllinn í gær þegar lið hennar West Ham mætti París SG í æfingaleik í Perth í Ástralíu. Dagný, sem er 33 ára gömul, eignaðist sitt annað barn í febrúar á þessu ári, soninn Andreas Leó, og hafði ekki leikið með West Ham frá því í lok maí á síðasta ári. Hún kom inn á hjá West Ham á 36. mínútu en leiknum lauk með naumum sigri París SG, 1:0, þar sem Romée Leuchter skoraði sigurmarkið á 23. mínútu.