Keir Starmer
Keir Starmer

Forsætisráðherra Breta, Keir Starmer, greindi frá því í gær að ríkisstjórnin væri að kanna hvort rétt væri að víkka út bann gegn reykingum í Englandi, sem myndi þá einnig ná til vissra svæða utandyra, meðal annars útisvæða við knæpur og veitingahús sem og við íþróttaleikvanga og í almenningsgörðum.

Starmer sagði að grípa þyrfti til aðgerða til þess að koma í veg fyrir frekari dauðsföll af völdum reykinga, þar sem sjúkdómar sem tengjast reykingum valdi miklu álagi á breska heilbrigðiskerfið. Um 80.000 Bretar deyja á hverju ári af völdum reykinga.

Fulltrúar veitingahúsaeigenda gagnrýndu hugmyndirnar í gær og sögðu þær geta dregið úr aðsókn á veitingastaði, en veitingageirinn breski hefur verið í niðursveiflu frá því í heimsfaraldrinum.