Rapparinn Kött Grá Pjé, réttu nafni Atli Sigþórsson, er snúinn aftur með breiðskífu, Dulræna atferlismeðferð, sem hefur að geyma mikinn fjölda laga og stuttra hljóðbúta. Plötuna vann hann í samstarfi við félaga sinn Fonetik Simbol, en sá heitir réttu nafni Helgi Pétur Lárusson
Kötturinn Kött Grá Pjé er listamannsnafn rapparans Atla Sigþórssonar.
Kötturinn Kött Grá Pjé er listamannsnafn rapparans Atla Sigþórssonar. — Ljósmynd/Dóra Dúna

Helgi Snær Sigurðsson

helgisnaer@mbl.is

Rapparinn Kött Grá Pjé, réttu nafni Atli Sigþórsson, er snúinn aftur með breiðskífu, Dulræna atferlismeðferð, sem hefur að geyma mikinn fjölda laga og stuttra hljóðbúta. Plötuna vann hann í samstarfi við félaga sinn Fonetik Simbol, en sá heitir réttu nafni Helgi Pétur Lárusson.

Atli er fæddur árið 1983 og er því með eldri mönnum í íslensku rappi. Er hann kannski orðinn öldungur í greininni? „Jú, jú, jú, biddu fyrir þér, og var það þegar ég byrjaði aftur að rappa í rauninni, á sínum tíma. Þá var ég að verða þrítugur. Ég hef nefnilega hætt þessu margoft, var í þessu þegar ég var unglingur og í kringum tvítugt, svo hætti ég og fór að gera aðra hluti. Byrjaði svo aftur þegar ég var að nálgast þrítugt og þá er maður nú kominn á síðasta snúning í rappgeiranum,“ svarar Atli kíminn.

Sýtir glataðan

...