Fjallað er um sögu íslensku krónunnar í nær 140 ár sem til var stofnað 1885. Mikil vanefni einkenndu hana frá upphafi sem hún ber enn merki.
Guðjón Jensson
Guðjón Jensson

Guðjón Jensson

Hátt í 140 ár hefur íslenska krónan verið sannkallaður vandræðagemlingur. Landsbanki Íslands var stofnaður 1886 með lögum frá 1885 og fékk þá þegar rétt til seðlaprentunar. Má meðal annars geta þess að í sparnaðarskyni var einungis prentað öðrum megin á seðlana utan hærri verðgildin. Þannig gátu bændur notað bakhliðina sem minnismiða fyrir þær vörur sem þá vanhagaði um úr kaupstað.

Þessi banki var stofnaður af mjög miklum vanefnum og gagnrýndi landi okkar Eiríkur Magnússon í Cambridge þetta fyrirbæri mjög. Birti hann á næstu árum hverja greinina á fætur annarri í íslenskum sem erlendum tímaritum. Þegar komið var fram yfir 1890 höfðu verið prentaðar um 100 greinar sem Eiríkur nefndi Bankamálið. Eiríkur gjörþekkti það í þaula enda bjó hann og starfaði lunga ævi sinnar í Bretlandi. Í Kirkjuritinu 2012 birtist grein eftir mig um Eirík

...