Lille Hákon Arnar Haraldsson leikur í Meistaradeildinni í ár.
Lille Hákon Arnar Haraldsson leikur í Meistaradeildinni í ár. — Ljósmynd/Alex Nicodim

Knattspyrnumaðurinn Hákon Arnar Haraldsson og liðsfélagar hans í franska félaginu Lille mæta bæði Liverpool og Real Madrid í deildarkeppni Meistaradeildarinnar en dregið var í deildarkeppnina í Mónakó í Frakklandi í gær.

Lille mætir Liverpool á Anfield ásamt því að fá Evrópu- og Spánarmeistara Real Madrid í heimsókn. Þá fær Lille ítalska stórliðið Juventus í heimsókn, sem og Feyenoord frá Hollandi og Sparta Prag frá Tékklandi. Liðið mætir einnig Atlético Madrid á Spáni, Sporting í Portúgal og Brest í Hvíta-Rússlandi en Lille var í þriðja styrkleikaflokki í drættinum.

Alls voru 36 lið í pottinum þegar dregið var í deildarkeppnina og var þeim skipt upp í fjóra styrkleikaflokka. Hvert lið mætir tveimur liðum úr öllum styrkleikaflokkum, líka sínum eigin styrkleikaflokki, og fær hvert lið átta leiki alls. Liðin leika

...