— Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Fjallahjólakappar í tugatali tóku sprettinn og fóru greitt þegar keppnin Fellahringurinn í Mosfellsbæ var sett undir kvöld í gær. Þetta fjallahjólamót þar sem farið er um stíga og slóða umhverfis fellin í Mosfellsbænum, en þau eru fjölmörg. Viðburður þessi er einn af mörgum góðum á bæjarhátíð Mosfellinga, Í túninu heima, sem hófst í gær.

Hátíðin góða stendur fram á sunnudag og þar verður bryddað upp á mörgu skemmtilegu, þá ekki síst af fólkinu í bænum sem býður heim í gróðursæla garða sína, stendur fyrir götugrillum og skipuleggur viðburði. Í kvöld er skemmtun í Álafellskvos og stórtónleikar á miðbæjartorgi á morgun.