Akureyrarklíníkin er á marga vegu einstakt verkefni á lands- og jafnvel heimsvísu.

Stór orð féllu þegar Akureyrarklíníkin var stofnuð í Menntaskólanum á Akureyri föstudaginn 16. ágúst. „Akureyrarklíníkin er á marga vegu einstakt verkefni á lands- og jafnvel heimsvísu og við erum mjög stolt af því að taka þátt í þessu samstarfi,“ sagði Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, í upphafi máls síns. „Mikil tækifæri gefast með stofnun klíníkurinnar. Með henni getum við betur staðið að skráningu um ME-sjúkdóminn og byggt upp gagnagrunn um ME og langvarandi covid-19, sem gefur vísindafólki okkar ómæld tækifæri til rannsókna og aukinnar þekkingar á sjúkdómnum í þágu ME-sjúklinga.“

Helsta forustufólk úr heilbrigðisþjónustu á landinu tók til máls á stofnfundinum auk þess sem tvær konur, Herdís Sigurjónsdóttir og Vilborg Ása Guðjónsdóttir, sem rætt er við hér í blaðinu, sögðu frá reynslu sinni af

...