Grúvið helþétt og Röggi mundar gítarinn, nema hvað, gefur okkur bæði surgandi strömm og „hreint“ og fallegt sóló.
Leiðandi Rögnvaldur Borgþórsson, Röggi, hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu.
Leiðandi Rögnvaldur Borgþórsson, Röggi, hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu. — Ljósmynd/Arnþór Birkisson

TÓNLIST

Arnar Eggert Thoroddsen

arnareggert@arnareggert.is

Það er við hæfi að þessi pistill skuli birtast á lokadegi Jazzhátíðar Reykjavíkur enda hefur Rögnvaldur/Röggi verið iðinn við þann kola allan sinn feril. Hann hefur leikið undir með ýmsum söngvurum, er meðlimur í Uppáhellingunum og hefur leikið með Moses Hightower svo eitthvað sé nefnt. Kvartett Þorgríms Jónssonar, Paniik Mehlóna (Tómas Jónsson) og ýmsar djasssveitir, hvort heldur sem þær starfa eitt kvöld eða fleiri, hafa fengið að njóta krafta Rögga. Svo hefur hann spilað talsvert í leikhúsinu í ýmsum uppsetningum.

Fyrirsögnin er til heiðurs Tómasi R. Einarssyni en hann gaf út plötu með þessum kersknislega titli árið 1985. Frumburður þessi er enda djassaður þó að ýmsu sé hent ofan á þá grunnstoð. Með Rögga á

...