Ég sagði loks tveimur vinkonum frá þegar ég var fjórtán ára og þær gerðu mér mikinn greiða. Þær sögðu að ef ég segði ekki mömmu minni frá myndu þær gera það.
Chantelle Carey segir tímabært að opna sig um ofbeldið.
Chantelle Carey segir tímabært að opna sig um ofbeldið. — Morgunblaðið/Ásdís

Leiftrandi, brosmild og ákveðin stýrir Chantelle Carey dönsurum sem voru við æfingar á stóra sviði Þjóðleikhússins í vikunni og þar voru sannarlega töfrar í loftinu. Börn og fullorðnir æfðu þar dansana í Frost, Disney-söngleiknum fræga, sem nú er aftur kominn á svið eftir sumarfrí. Auðvitað þarf að dusta rykið af dansskónum og rifja upp taktana, en Chantelle er danshöfundur verksins og hikar ekki við að stöðva dansinn, koma með góð ráð og láta alla byrja upp á nýtt. Enda má ekki stíga feilspor fyrir framan fullan sal af fólki.

Chantelle kom eins og ferskur andblær inn í dansheiminn hér á landi þegar hún flutti hingað frá Bretlandi, en hér hefur hún verið í áratug, þótt fyrstu árin hafi hún flakkað á milli landanna. Chantelle kynnti íslenskum dönsurum fyrir heimsmeistarakeppnina í dansi, Dance World Cup, en þar hafa Íslendingar staðið sig með stakri prýði undanfarin ár og rakað

...