Grænmeti Tómatar og gúrkur bjóðast árið um kring.
Grænmeti Tómatar og gúrkur bjóðast árið um kring. — Morgunblaðið/Þorkell

Þrátt fyrir alla ótíð er nú uppskerutími og jarðargróðinn blessaður safnast í hlöður eða dreifist á markað eftir atvikum.

Kartöfluuppskeran endist árið um kring og bítur í skott sér svo lítil þörf er á innflutningi nema helst á bökunarkartöflum og getur verið góð viðbót í matargerð.

Tómata og gúrkur höfum við allt árið og verðið er orðið jafnara, enda minnir innflutningur á sig öðru hvoru þótt flestir vilji sjá íslensku fánaröndina.

Uppskera í útiræktinni stendur nú yfir og snjóhvítt blómkálið fyllir hillur verslana og sjálfsagt að nota sér það meðan það fæst beint af akrinum.

Síðan koma dagar þar sem það er flutt inn og má hrósa innflytjendum fyrir hve góða vöru þeir geta boðið um miðjan vetur. Auðvitað getur slík vara aldrei orðið ódýr

...