Tón­list­ar­hjón­in Regína Ósk og Svenni Þór hafa gengið í gegn­um margt sam­an en þau hafa verið sam­an í 18 ár og eiga þrjú börn.

Þau vinna nú sam­an að út­gáfu nýrr­ar plötu, en þau frum­fluttu nýtt ástar­lag af plöt­unni, sem samið er um þau, í Skemmti­legri leiðinni heim á K100 í vikunni.

Lagið heit­ir Óvænt ferðalag.

Lagið er eft­ir Vigni Snæ úr Íra­fár sem vinn­ur plöt­una með hjón­un­um, en text­inn er eft­ir Ein­ar Lauf­dal sem er meðal ann­ars þekkt­ur fyr­ir text­ann á lag­inu Ástin er hrein.

Hann samdi, eins og áður sagði, text­ann um þau Regínu og Svenna og ást þeirra en þau hjón­in segj­ast tengja al­gjör­lega við hann.

Þau Regína og Svenni ræddu um lagið og hvernig það væri að vinna með maka sín­um í tónlist í þætt­in­um á K100 en hægt er að hlusta á viðtalið og frum­flutn­ing þeirra á lag­inu Óvænt ferðalag á K100.is. Lagið má finna á helstu streymisveitum.