Í eitt skipti grét ég á níundu holu þegar ég komst ekki yfir litla tjörn.

Pistill

Ásdís Ásgeirsdóttir

asdis@mbl.is

Eftir um tólf ára hlé dustaði ég rykið af golfkylfunum snemma í sumar, enda sá ég fram á langt sumarfrí og drengirnir mínir þurfa lítið á mér að halda lengur. Enda orðnir fullorðnir. Því var ekkert að vanbúnaði að hella sér út í þetta sport sem margir af mínum miðaldra vinum stunda af kappi. Ég byrjaði á að skrá mig á golfæfingar og fann aftur sveifluna sem var eftir allt saman ekki alveg týnd. Bara aðeins ryðguð.

Svo því sé haldið til haga náði ég aldrei mikilli færni á þessum örfáu árum sem ég stundaði golf hér áður fyrr og aldrei komst forgjöfin undir 34. En nú skal bæta úr því, en þó bara hægt og rólega. Og ef það gerist ekki skiptir það ekki öllu máli, enda er ég mun þroskaðri og yfirvegaðri en ég var þá og

...