Anna Þóra Hrólfsdóttir, doktorsnemi í matvælafræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, er á lokametrunum í vinnu við doktorsverkefni sitt sem ber yfirskriftina „Bætt nýting, varðveisla og gæði brúnþörunga“
Í þörungaverksmiðju Thorverks rannsakaði Anna Þóra aðferðir til að draga út verðmæt efni sem falla til við þörungavinnslu.
Í þörungaverksmiðju Thorverks rannsakaði Anna Þóra aðferðir til að draga út verðmæt efni sem falla til við þörungavinnslu.

Arinbjörn Rögnvaldsson

arir@mbl.is

Anna Þóra Hrólfsdóttir, doktorsnemi í matvælafræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, er á lokametrunum í vinnu við doktorsverkefni sitt sem ber yfirskriftina „Bætt nýting, varðveisla og gæði brúnþörunga“.

Anna segir í samtali við Morgunblaðið að í verkefninu hafi verið gerðar tvær rannsóknir í samstarfi við ýmsa aðila, bæði innlenda og erlenda. Sú fyrri nefnist „Verðmæt efni úr hliðarstraumum sem falla til við þörungavinnslu, og var hún unnin í samstarfi við Matís, Þörungaklaustrið Reykhólum og Þörungaverksmiðjuna Thorverk á Reykhólum.

Aðspurð segir hún að verkefnið hafi snúist um að meta möguleika á nýtingu hliðarstrauma úr þangmjölsvinnslu Thorverks, sem um árabil hefur framleitt og selt þurrkað

...