Embættismenn Evrópusambandsins (ESB) í Brussel rannsaka nú hvort samfélagsmiðillinn Telegram hafi veitt rangar upplýsingar um fjölda notenda innan sambandsins og ætti í raun að hlíta ströngum reglum í samræmi við reglugerð ESB um stafrænar þjónustur …
Umdeildur Pavel Durov stofnandi Telegram á ráðstefnu árið 2015.
Umdeildur Pavel Durov stofnandi Telegram á ráðstefnu árið 2015. — AFP/Steve Jennings

Embættismenn Evrópusambandsins (ESB) í Brussel rannsaka nú hvort samfélagsmiðillinn Telegram hafi veitt rangar upplýsingar um fjölda notenda innan sambandsins og ætti í raun að hlíta ströngum reglum í samræmi við reglugerð ESB um stafrænar þjónustur (DSA) sem ætlað er að hefta yfirgang stórfyrirtækja sem starfa á netinu og auka öryggi notenda samfélagsmiðla.

Athygli hefur beinst að Telegram eftir að Pavel Durov stofnandi fyrirtækisins var handtekinn í Frakklandi um síðustu helgi vegna gruns um að miðillinn hefði brotið gegn frönskum lögum varðandi ólöglegt efni á samfélagsmiðlum. Durov var síðan látinn laus gegn tryggingu en sætir farbanni.

En Telegram var þegar komið undir smásjá ESB. Háttsettir embættismenn þar hafa lýst Telegram sem „máli“ að sögn AFP-fréttaveitunnar.

Nú rannsakar

...