— Morgunblaðið/Eggert

Viltu segja frá Keramik og krass?

Sýningin er hluti af viðburðum Ljósanætur í Reykjanesbæ. Ég held hana ásamt tengdadóttur minni, Melkorku Matthíasdóttur keramiker. Nafn sýningarinnar er dregið af verkum hennar og blýantsteikningum mínum. Þetta er í annað skipti sem ég held sýningu. Þá fyrstu hélt ég í Fishershúsi á sjötugsafmælinu árið 2022. Sýningin í komandi viku verður einnig í Fishershúsi því mér líður einfaldlega svo vel í þessu gamla húsi.

Úr hvaða starfsumhverfi kemurðu?

Lengst af starfaði ég sem kennari hér í Reykjanesbæ, en ég byrjaði að kenna í Keflavík árið 1973, þá 21 árs gamall. Tvisvar fluttum við konan mín, Inga María Ingvarsdóttir, vestur á firði og sinntum kennslu þar. Þegar við snerum aftur í seinna skiptið starfaði hún við leikskólastjórnun á Tjarnarseli

...