Afkoma Ríkisútvarpsins fyrstu fimm mánuði ársins var lakari en uppfærð áætlun gerði ráð fyrir. Ástæða þess er einkum aukinn launa- og verktakakostnaður fréttastofu RÚV vegna eldsumbrotanna á Reykjanesskaga og vegna forsetakosninga
Aðhaldsaðgerðir Hagræða þarf í rekstri Ríkisútvarpsins í ár.
Aðhaldsaðgerðir Hagræða þarf í rekstri Ríkisútvarpsins í ár. — Morgunblaðið/Eggert

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

Afkoma Ríkisútvarpsins fyrstu fimm mánuði ársins var lakari en uppfærð áætlun gerði ráð fyrir. Ástæða þess er einkum aukinn launa- og verktakakostnaður fréttastofu RÚV vegna eldsumbrotanna á Reykjanesskaga og vegna forsetakosninga. Þetta kemur fram í fundargerð stjórnar Ríkisútvarpsins frá 26. júní sem birt var í vikunni á vef RÚV.

Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu hafa stjórnendur RÚV neyðst til að grípa til hagræðingaraðgerða til að bregðast við ríflega 280 milljóna gati í fjárhagsáætlun ársins. Gatið er

...