„… Töluvert framboð af fíkniefnum á Telegram sem beint er að Íslendingum.“
Pavel Dúrov er sagður dularfullur og hefur í gegnum tíðina haldið sig frá fjölmiðlum. Hann er ávallt svartklæddur og hefur verið líkt við Keanu Reeves í myndinni Matrix.
Pavel Dúrov er sagður dularfullur og hefur í gegnum tíðina haldið sig frá fjölmiðlum. Hann er ávallt svartklæddur og hefur verið líkt við Keanu Reeves í myndinni Matrix. — AFP/Steve Jennings

Mikla athygli vakti er Pavel Dúrov, 39 ára fransk-rússneskur milljarðamæringur og stofnandi Telegram, var handtekinn í París um síðastliðna helgi. Hann var á leið frá Bakú í Aserbaídsjan og nýlentur í Frakklandi þegar hann var hnepptur í sólarhrings gæsluvarðhald, sem síðan var framlengt.

Á miðvikudag var gefin út ákæra til bráðabirgða á hendur honum. Jafnframt var hann krafinn um fimm milljón evra tryggingarfé, honum sleppt úr haldi en verður að gefa sig fram við frönsk yfirvöld tvisvar sinnum í viku.

Til rannsóknar eru samskipti notenda Telegram er varða skipulagða glæpastarfsemi; eiturlyfjasmygl, barnaníð, neteinelti og umræðu um hryðjuverk. Dúrov er sakaður um að láta hjá líða að hafa afskipti af glæpsamlegri notkun á samskiptaforritinu.

Hvað er

...