Matarmenning Íslands hefur aldrei verið fjölbreyttari og í matvöruverslunum landsins virðast valkostirnir óendanlegir. Gamla góða harðfiskinum hefur samt tekist að halda stöðu sinni og sýna kannanir að þessi rammíslenska ofurfæða er reglulegur hluti …
Jóhannes segir neytendur leita að handhægu, hollu og próteinríku snarli sem er laust við aukaefni.
Jóhannes segir neytendur leita að handhægu, hollu og próteinríku snarli sem er laust við aukaefni. — Ljósmynd/Von Iceland

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Matarmenning Íslands hefur aldrei verið fjölbreyttari og í matvöruverslunum landsins virðast valkostirnir óendanlegir. Gamla góða harðfiskinum hefur samt tekist að halda stöðu sinni og sýna kannanir að þessi rammíslenska ofurfæða er reglulegur hluti af mataræði landsmanna:

„Við létum gera könnun síðast í vor þar sem í ljós kom að 90% Íslendinga borða harðfisk að minnsta kosti einu sinni á ári og hartnær 70% sögðust fá sér harðfisk í hverjum mánuði. Ekki er nóg með að fullorðna fólkið kunni að meta harðfiskinn heldur sýndi sama könnun að um 90% íslenskra barna fá reglulega harðfisk. Okkur er því að takast að búa til nýjar kynslóðir harðfiskneytenda.“

Þetta segir Jóhannes Egilsson, eigandi og framkvæmdastjóri Vonar harðfiskverkunar

...