Torfi Jónsson, listmálari og kennari, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 26. ágúst síðastliðinn, 89 ára að aldri.

Torfi fæddist á Eyrarbakka 2. apríl 1935. Foreldrar hans voru Hanna Alvilda Ingileif Helgason, f. 1910, d. 1999, og Jón S. Helgason stórkaupmaður, f. 1903, d. 1976. Systkini Torfa eru Helgi V., d. 2021, Hallgrímur G. og Sigurveig.

Torfi útskrifaðist úr Verzlunarskóla Íslands 1954 og sótti í kjölfarið ýmis námskeið í Handíðaskólanum, enda hafði hann málað myndir og teiknað frá barnæsku, ásamt því að starfa við rekstur foreldra sinna. Hann stundaði nám við Listaháskólann í Hamborg 1958-61 í grafískri hönnun þar sem hann kynntist og tileinkaði sér skrautskrift, leturfræði og bókagerð. Við heimkomu stofnaði Torfi hönnunarstofu í Reykjavík og rak til ársins 1977.

Torfi kenndi hönnun árum saman við Myndlista-

...