Seltjarnarnes Unnur Dóra Bergsdóttir er fyrirliði Selfoss.
Seltjarnarnes Unnur Dóra Bergsdóttir er fyrirliði Selfoss. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Selfoss er fallinn niður í 2. deild kvenna í knattspyrnu eftir tap fyrir Gróttu, 3:1, á Seltjarnarnesi í gærkvöldi. Selfoss fellur því annað árið í röð en síðasta sumar spilaði liðið í Bestu deildinni. Grótta er hins vegar komin í annað sæti 1. deildarinnar með 31 stig, þremur stigum meira en Fram sem á leik til góða. Lilja Lív Margrétardóttir, Lovísa Davíðsdóttir Scheving og Díana Ásta Guðmundsdóttir skoruðu mörk Gróttu en Eva Lind Elíasdóttir skoraði mark Selfoss.