Toppbarátta Mikil spenna er á toppnum í 1. deild karla í knattspyrnu en enn geta sex lið farið beint upp í Deild þeirra bestu.
Toppbarátta Mikil spenna er á toppnum í 1. deild karla í knattspyrnu en enn geta sex lið farið beint upp í Deild þeirra bestu. — Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Keflavík kom toppbaráttu 1. deildar karla í knattspyrnu í uppnám með sigri á ÍBV, 3:2, í Keflavík í 20. umferð deildarinnar í gærkvöldi. Á sama tíma vann Afturelding Njarðvík, 4:1, í Mosfellsbæ og er komin í topbaráttuna.

Eftir gærdaginn er ÍBV í toppsætinu með 35 stig, Keflavík í öðru sæti með 34, Fjölnir í þriðja sæti með 34, en á leik til góða, Afturelding í fjórða sæti með 33 og Njarðvík og ÍR, sem á leik til góða, í fimmta og sjötta sæti með 31 stig. Aðeins eitt lið fer beint upp en liðin í öðru til fjórða sæti fara í umspil um hitt lausa sætið. Í dag getur Fjölnir komist á toppinn með sigri á Gróttu á Seltjarnarnesi. Þá heimsækir ÍR Þór á Akureyri fyrir norðan þar sem bæði lið þurfa sigur.

Mihael Mladen, Sami Kamel og Ásgeir Helgi Orrason skoruðu mörk Keflavíkur en Oliver Heiðarsson og Bjarki Björn

...