Um leið og ég byrjaði að æfa loftfimleika varð ég algjörlega heillaður. Ég vissi þá að einn daginn myndi ég ferðast um allan heiminn og sýna. Og það hefur ræst!
Gínesk menning er í fyrirrúmi í sýningunni.
Gínesk menning er í fyrirrúmi í sýningunni.

Loftfimleika- og sirkusmaðurinn Yamoussa Bangoura frá Gíneu í Afríku var staddur á flugvelli í París þegar blaðamaður náði tali af honum rétt áður en hann steig um borð í vél. Yamoussa er á ferð og flugi um heiminn með sirkushópi sínum, Kalabanté, en von er á honum til landsins um næstu helgi. Íslenskir áhorfendur eiga þá sannarlega von á flottri sýningu, en hópurinn blandar saman loftfimleikum, dansi og trumbuslætti, undir áhrifum frá daglegu lífi í Gíneu.

Sirkusþáttur á sunnudögum

„Við erum á ferðinni en komum brátt til Íslands með sýninguna Africa in Circus. Við höfum aldrei komið til Íslands áður og erum mjög spennt! Við erum öll full tilhlökkunar og náum örugglega að skoða okkur um því við verðum í nokkra daga,“ segir Yamoussa sem er borinn og barnfæddur Gíneumaður en býr nú í Montreal í Kanada.

...