Víkingur Heiðar Ólafsson leikur með Berlínarfílharmóníunni á tónlistarhátíðinni BBC Proms í kvöld. Tónleikunum er útvarpað á BBC Radio 3 og hefjast þeir kl. 19 að íslenskum tíma
Píanó Víkingur Heiðar verður einnig gestur í vinsælum morgunþætti.
Píanó Víkingur Heiðar verður einnig gestur í vinsælum morgunþætti. — Morgunblaðið/Einar Falur

Víkingur Heiðar Ólafsson leikur með Berlínarfílharmóníunni á tónlistarhátíðinni BBC Proms í kvöld. Tónleikunum er útvarpað á BBC Radio 3 og hefjast þeir kl. 19 að íslenskum tíma.

Hljómsveitarstjóri er Kirill Petrenko en leikin verða verk eftir Robert Schumann og Bedrich Smetana. Þá verður Víkingur einnig gestur í útvarpsþætti Tom Service, Saturday morning, á ­
BBC 3 nú í morgunsárið, kl. 8, en finna má þáttinn á vef BBC eftir að útsendingu lýkur.

Þess má geta að verk eftir íslensku tónskáldin Hildi Guðnadóttur og Herdísi Stefánsdóttur voru flutt á öðrum tónleikum á Proms-hátíðinni fyrr í mánuð­inum.